TAKE A PIECE OF THE ICELANDIC SAGA HOME WITH YOU

Vera Design var stofnað í kringum skartgripalínu Guðbjarts Þorleifssonar, en hann hefur hannað fjöldann allan af skartgripum á síðustu 60 árum. Lína hans er þjóðleg með sögu sem Veru-teymið er stolt af að bjóða upp á. Guðbjartur hefur gert öll mótin sjálfur af hverjum grip fyrir sig í gegnum tíðina, sem er afar vandasamt verk. Frummótið er lagt í gúmmí sem er hitað undir miklum þrýstingi og síðan er gripurinn fjarlægður með því að skera mótið í tvennt. Þá er vaxi þrýst í mótið, en erfitt getur verið að ná vaxmótinu heilu og þarf því að vanda vel til til verks.

Saga

Í dag eru skartgripirnir frá Veru Design steyptir í mót sem voru handgerð af Guðbjarti sjálfum. Hann segir að steypt víravirki hafa þann kost fram yfir hið handunna að vera efnismeira og því sterkara. Víravirkið gengur oft í erfðir því að um þjóðlegan stíl með langa sögu er að ræða sem hefur tilfinningalegt gildi og hafa víravirkis-armböndin verið gríðarlega vinsæl hjá dömum á öllum aldri. Herrarnir verða ekki undanskildir, en hægt og rólega mun bætast við línu okkar. Ósk okkar er sú að gripirnir frá okkur munu erfast á milli kynslóða því að um tímalausa hönnun er að ræða.

Hönnuðirnir

Íris Björk Jónsdóttir

Íris hefur unnið sem stílisti og hönnuður, en hún hefur hannað fjölda húsa og einstaka verslanir á síðustu 15 árum. Innanhús-hönnun hennar hefur ratað í helstu hönnunartímarit landsins og var eitt hennar húsa notað í japanska auglýsingu.
designer-gudbjartur

Guðbjartur Þorleifsson

Hann á sér yfir 60 ára sögu í hönnun og gullsmíði. Guðbjartur hefur gert öll mótin sjálfur af hverjum grip fyrir sig í hans línu í gegnum tíðina, en það er afar vandasamt verk.